Sony Xperia E5 - Almennar myndavélarstillingar

background image

Almennar myndavélarstillingar

Yfirlit yfir tökustillingar

Öflugri sjálfvirkni

Hagræddu stillingunum þínum eftir umhverfi.

Handvirkt

Stilltu stillingar myndavélarinnar handvirkt.

Til að skipta á milli tökustillinga

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Strjúktu skjáinn á tökustillinguna sem óskað er eftir.

Ofursjálfvirkni

Ofursjálfvirkni greinir við hvaða aðstæður þú ert að taka mynd og aðlagar stillingar

sjálfkrafa í samræmi við það til að tryggja að þú náir sem bestri mynd.

91

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Handvirk stilling

Notaðu handvirka stillingu þegar þú vilt stilla myndavélina handvirkt.

Vista staðsetningu

Bættu upplýsingum um landfræðilega staðsetningu (landmerki) við myndirnar þínar þegar

þú tekur þær.

Snertimyndataka

Finndu fókussvæði og snertu svo myndavélarskjáinn með fingrinum. Myndin er tekin um

leið og þú tekur fingurinn af.

Hnitalínur

Veldu að kveikja eða slökkva á hnitalínum í myndglugga myndavélarinnar.

Sjálfvirk forskoðun mynda

Þú getur valið að forskoða myndir sem þú hefur nýlokið við að taka.

Kveikt

Þegar þú hefur tekið mynd geturðu forskoðað hana niðri í hægra horni skjásins í 3 sekúndur.

Aðeins fremri myndavél

Þegar þú hefur tekið mynd með myndavélinni að framan geturðu forskoðað hana niðri í hægra horni skjásins í

3 sekúndur.

Slökkt

Myndin eða myndskeiðið vistast að töku lokinni og engin forskoðun birtist.

Nota hljóðstyrkstakka sem

Hægt er að velja hvernig nota á hljóðstyrkstakkann við myndatöku.

Aðdráttur

Notaðu hljóðstyrkstakkann til að auka og minnka aðdrátt

Hljóðstyrkur

Notaðu hljóðstyrkstakkann til að stilla hljóðstyrkinn.

Lokari

Notaðu hljóðstyrkstakkann til að taka myndir.

Hljóð

Kveikt eða slökkt á hljóði

Gagnageymsla

Þú getur valið að vista gögnin þín annað hvort á færanlegt SD-kort eða yfir í innri geymslu

tækisins.

Innri geymsla

Myndir eða myndskeið eru vistuð á minni tækisins.

SD-kort

Myndir eða myndskeið eru vistuð á SD-kort.

Flýtiræsing

Notaðu flýtiræsingarstillingar til að ræsa myndavélina þegar skjárinn er læstur.

Einungis ræsa

Þegar þú dregur inn er aðalmyndavélin ræst úr svefnstillingu.

Ræsa og smella af

92

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Þegar þú dregur inn er ljósmyndavélin ræst úr svefnstillingu og þú tekur mynd.

Ræsa og taka upp myndskeið

Þegar þú dregur inn er myndupptökuvélin ræst úr svefnstillingu og upptaka hefst.

Slökkt

Litur og birtustig

Þú getur stillt lit og birtustig handvirkt þegar stillingartákn fyrir lit og birtustig er sýnt á

skjánum.

Hvítjöfnun

Þessi stilling, sem er aðeins í boði í

Handvirkt tökustillingu, stillir litajafnvægið í samræmi

við birtuskilyrði. Þú getur einnig stillt lýsinguna handvirkt á EV-sviðinu -2.0 EV to +2.0 EV.

Til dæmis geturðu aukið birtu myndarinnar eða minnkað heildarlýsinguna með því að

pikka á plús- eða mínusstjórntakkana þegar hvítjöfnunarstillingartáknið birtist.

Sjálfvirk

Stillir litajafnvægið sjálfkrafa til að passa við birtuskilyrðin.

Ljósapera

Stillir litajafnvægi fyrir hlýja birtu, eins og í lýsingu frá ljósaperum.

Flúrljós

Stillir litajafnvægið að flúrlýsingu.

Dagsbirta

Stillir litajafnvægið fyrir sólskin utandyra.

Skýjað

Stillir litajafnvægið að skýjuðu veðri.