Tækið hlaðið
Notaðu alltaf upprunalegt hleðslutæki frá Sony og USB-snúru sem ætluð er fyrir þína gerð af
Xperia™. Önnur hleðslutæki og snúrur geta lengt hleðslutímann, hugsanlega hleðst tækið ekki
eða það getur skemmst. Gættu þess að öll USB-tengi séu alveg þurr áður en USB-snúran er
tengd.
Hleðslutæki sem stungið er í samband við rafmagnsinnstungu hleður tækið hraðar en
hleðsla gegnum tölvu. Hægt er að nota tækið á meðan það er í hleðslu.
Ef rafhlaðan var tóm geta liðið allt að 30 mínútur þangað til tækið bregst við hleðslunni. Á
meðan getur skjárinn verið alveg svartur án þess að sýna hleðslutáknið. Athugaðu að það
getur tekið allt að fjórar klukkustundir að fullhlaða alveg tóma rafhlöðu.
Tækið er með innbyggða, endurhlaðanlega rafhlöðu sem aðeins heimilaður
viðgerðarþjónustuaðili Sony getur skipt um. Þú ættir aldrei að reyna að opna eða taka tækið í
sundur sjálf(ur). Það getur valdið skemmdum og fellt ábyrgðina úr gildi.
Tækið hlaðið
1
Stingdu hleðslutækinu í rafmagnsinnstungu.
2
Stingdu öðrum enda USB-snúrunnar í samband við hleðslutækið (eða USB-tengið
á tölvunni).
3
Stingdu hinum enda snúrunnar í samband við micro USB-tengið á tækinu og láttu
USB-táknið snúa upp. Tilkynningaljósið logar þegar hleðsla hefst.
4
Þegar tækið er fullhlaðið skaltu taka snúruna úr sambandi við símann með því að
toga hana beint út. Gættu þess að beygla ekki tengið.
Ef rafhlaðan var alveg tæmd gætu liðið nokkrar mínútur áður en kviknar á tilkynningaljósinu og
hleðslutáknið birtist.
Tilkynningarljós fyrir hleðslustöðu rafhlöðu
Grænt
Rafhlaðan er í hleðslu og rafhlöðuvísirinn sýnir meira en 90%
Appelsínugult
Rafhlaðan er í hleðslu og rafhlöðuvísirinn sýnir minna en 90%
Rautt
Rafhlaðan er í hleðslu og rafhlöðuvísirinn sýnir minna en 15%
32
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.